Hunda og katta sæti í bíl
Það eru hin mestu þægindi að ferðast með hundinn í VOYAGE ferðasætinu. Ferðasætið passar vel í flestar gerðir bíla og bílsæta. Hundasætið er hannað þannig að það er nægilega hátt að framan og aftan til þess að dýrin geti notið þess að ferðast með okkur.
Botninn er gerður úr efni sem rennur ekki til á meðan bíllinn er á ferð. Tvær klemmur eru til staðar til þess að festa sætið aftur í bílsætið ásamt stillanlegu öryggisbelti.
Áklæðið er endingargott, vatnsfráhrindandi og auðvelt er að strjúka óhreinindin í burtu.
Gæludýrið þitt verður fljótt að venjast því að ferðast í þægindum og með stæl.
Botnpúðinn er úr microfiber bómullarfyllingu.
Við mælum með að kynna sér öryggisleiðbeiningar þegar ferðast er með dýr og við mælum með að nota aftursætið.
Ferðamerkimiði fylgir með
Stærð
B x 53,3 cm
H x 43,2 cm
D x 47 cm
Umhirða
Best er að þrífa bletti með votum klút. Takið áklæðið af þegar sett er í þvottavél. Þvoið á viðkvæmum þvotti og ekki nota bleikiefni né litarefni.
Leggið til þurrks og ekki strauja.