Your cart is empty
✓ NÝBÝLAVEGUR 10 ✓ GÆLUDÝR VELKOMIN
Pappa málið er þefleikfang sem er endingargott og skemmtilegt. Felið góðgæti í bollanum og þá er hægt að hefjast handa. Þefvinna hjálpar hundinum að losa um streitu og kvíða sem og brennir orku á við léttan göngutúr.
Bollinn er með krumpuhljóði og tísti sem gerir hann einnig að skemmtilegu leikfangi.
Auðvelt er að fela góðgætið í bollanum, brjóta saman inn á við eða nota nokkra bolla saman til að auka erfiðleikastigið.
Kemur í 5 mismunandi litum og útfærslum: Karamellu, Kakó, Latte, Mjólk og Bros
Striga bómull að utan og pólýester að innan
B: 7,8cm x H: 8,3 cm