Greiðsluleiðir
Það er auðvelt og öruggt að versla hjá Móra og á Mori.is. Við leggjum mikið upp úr öryggi í netviðskiptum, og bjóðum því upp á nokkrar mismunandi greiðsluleiðir í samstarfi við viðurkennda aðila.
Mögulegt er að greiða fyrir vörur með greiðslukortum, Netgíró, millifærslu og með reiðufé. Á Mori.is er möguleiki að greiða með greiðslukortum. Einnig bjóðum við kortalaus viðskipti, en þá fá viðskiptavinir greiðsluseðil í heimabanka með því að nýta sér þjónustu Netgíró, eða millifæra beint á okkur þegar gengið er frá pöntun.
Greiðslukort
Greitt með kreditkorti eða debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Við tökum á móti öllum helstu greiðslukortum. Engar greiðslukortaupplýsingar eru vistaðar á okkar netþjóni, heldur fer allt greiðsluferlið fram á greiðslusíðu Borgunar.
Netgíró
Þægileg leið til að versla. Eingreiðsla með 14 daga greiðslufresti, eða raðgreiðslur í 2-12 mánuði, beint í heimabankann. Þú færð því vörurnar strax en greiðir síðar.
Millifærsla
Með millifærslu í heimabanka. Greiðsla þarf að berast innan 24 klst. og kvittun send úr heimabanka á mori@mori.is þegar greiðsla hefur verið framkvæmd.
Bankaupplýsingar: 0370-26-531125
Kennitala: 531120-0510