Dogslife vörurnar komnar aftur!
Móri var að fá áfyllingu af vinsælu Dogslife vörunum! Við elskum Dogslife vörurnar enda eru þær framleiddar úr hágæða innihaldsefnum í samráði við dýralækna til þess að stuðla að betri heilsu dýrsins þíns. Móri setti saman smá lista af sínum uppáhalds Dogslife vörum til að auðvelda þér valið! :)
Smelltu á fyrirsagnirnar til að skoða vörurnar á síðunni okkar
Dental care kit - Tannkrem, tannbursti og sílíkon bursti
- Í pakkanum er að finna þrefaldann tannburstahaus, djúphreinsandi tannkrem og tvo silikon fingra-tannbursta. Þetta þrennt er það sem þarf til að stuðla að betri munn- og tannheilsu.
- Hentar hundum á öllum aldri, hvort sem þeir eru að fá nýjar tennur eða sem viðhald á fullorðins tönnunum!
Grooming vipes - Hreinsiklútar fyrir hunda og ketti
- Sterkar blautþurrkur sem nota má til að þrífa rass, feld, loppur og trýni svo eitthvað sé nefnt! :)
- Gott að hafa í bílnum eða inni í forstofu til að grípa í þegar dýrið þitt kemur heim úr hinum ýmsu ævintýrum!
Kennel cleaner - sótthreinsandi bælasprey
- Spreyið sótthreinsar á öruggan og áhrifaríkan hátt, fjarlægir bletti og eyðir lykt í hundabúrum, bælum eða öðrum flötum sem dýrið sækist í að vera.
- Fullkomlega öruggt fyrir dýrin okkar og drepur 99,99% af bakteríum!
Ear cleaner - Hreinsivökvi fyrir hundaeyru
- Fyrirbyggir eyrnabólgur
- Enn betri verkun ef notað er með hreinsiklútunum okkar sem eru sérhannaðir fyrir voffaeyru!
- Kláðastillandi - vinnur á sveppamyndun og hjálpar til við að fjarlægja eyrnamerg.
- Aloe Vera og kókos ilmur
- Náttúrulegt lavender sprey sem losar kvíða, stress og þreytu.
- Fyrir allar tegundir hunda og katta! :)
- Öruggt að spreyja á dýrin og rúmföt og er tilvalið við stressandi aðstæður eins og í heimsókn til dýralæknis, í löngum bílferðum eða þegar taugarnar gera vart við sig við hávaðasama flugelda.
Drywash shampoo - þurrsjampó fyrir hunda
- Byltingarkennd vara sem hentar vel á milli baðferða eða í ferðalagið þar sem ekki þarf að skola í burtu með vatni!
- Með dásamlegum kókosilm og inniheldur engin skaðleg efni og er án alkóhóls, parabena og súlfata!
- Fjarlægir lyktamyndandi bakteríur og skilur feldinn eftir fituminni og mjúkann.
Kíktu til okkar í Móra og skoðaðu úrvalið á þeim fjölmörgu vörum sem Dogslife býður upp á! :)