Um Móra
Verslunin Móri var stofnuð í Október 2020 með það að markmiði að bjóða upp á framúrskarandi vörur fyrir hunda og ketti.
Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á vörur frá aðilum sem leggja ást við að hanna fallegar, áreiðanlegar og almennt góðar vörur fyrir dýrin okkar og okkur sjálf. Margir af okkar samstarfsaðilum standa einnig fyrir góð málefni tengdum dýrum, eins og að styrkja athvörf fyrir heimilislaus dýr, en upplýsingar um það er í flestum tilfellum að finna í vörulýsingum á Móri.is.
Samstarfsaðilar okkar eru flestir nokkuð smáir og sérhæfðir framleiðendur frá fjölda mismunandi landa. HOOPO er hollenskt vörumerki, VOL DOG er lítil hönnunarstofa í Barcelona, Pets So Good eru staðsett í New York og vinna með vörur frá Seoul, MYZOO einstök og eftirtektarverð hönnun frá Asíu, og svo eru Cloud7, MiaCara og William Walker þýsk hönnun og framleiðsla. Tweed vörurnar frá Tweedmill eru svo að sjálfsögðu hannaðar og framleiddar í Englandi. IMBY fóðrið kemur frá Belgíu og Almo Nature fóðrið kemur frá Ítalíu.
Um fyrirtækið
Móri.is er verslun og netverslun sem er rekin af Lundhaven ehf.
kt. 531120-0510
VSK númer: 139391
Bankareikningur vegna millifærslu:
0370-26-531125
Netfang: mori@mori.is