
Hvað er Lucky Lou?
Móri vandar valið á sínum vörum og býður því einungis upp á hágæða vörur frá treystum birgjum. Lucky Lou vörurnar eru ekki einungis hreinar og góðar fyrir kisurnar okkar heldur eru umbúðirnar líka ótrúlega fallegar og skemmtilegar! Verðlaunaðar vörur framleiddar að mestu í Þýskalandi sem leggja áherslu á náttúrulegt innihald og sjálfbærni! Smelltu á undirstrikuðu orðin til þess að skoða úrvalið :)
Lucky Lou framleiðir fóður fyrir ketti - blautmat, þurrmat, kæfur og nammi!
Vörurnar innihalda engin rotvarnarefni, korn, glútein eða viðbættan sykur og henta því öllum kisum á öllum aldri!
Lucky Lou blautmaturinn kemur bæði í dósum og bréfum og í ótrúlega mörgum bragðtegundum! Val er um hráefni í soði og hlaupi. Innihald blautmatarins er 95% kjöt og kjötafurðir og 5% hráefni sem eru allra katta bót eins og t.d. grænmeti og hráprótein - engin fylliefni og ekkert bull!
Lucky Lou þurrmaturinn er áreiðanlegur og bragðgóður. Maturinn hentar öllum kisum og eru vörulínur sérstaklega fyrir kettlinga, of þunga ketti og ketti með fæðuóþol/ ofnæmi. Þurrmaturinn kemur bæði í 340gr og 1.7kg pokum svo hægt er að smakka allar línurnar án þess að skuldbinda sig strax - extra hentugt fyrir matvanda ketti! :)
Kæfurnar frá Lucky Lou eru einstaklega skemmtilegar í hönnun! Þær koma í kreistitúpum svo auðvelt er að skammta og geyma þær. Kæfurnar koma í allskonar bragðgóðum útgáfum og innihalda sumar hráefni til þess að hjálpa við að koma í veg fyrir hárbolta! Kæfurnar eru hentugar sem bragðbætir fyrir matvandar kisur, sem verðlaun fyrir duglega ketti og jafnvel sem hentug leið til að fela lyf fyrir veika ketti!
Lucky Lou kattarnammið kemur í ýmsum útfærslum. Kubbar - hannaðir til að rúlla auðveldlega og gera nammistund líka að leikstund, snakk fyrir kisur sem elska krönsí nammi og mjúkt nammi fyrir eðal dekurdýr eða jafnvel eldri ketti sem ráða illa við að tyggja. Eins og fóðrið er Lucky Lou nammið laust við öll óþarfa hráefni og hentar öllum kisum! Móri er stolltur af úrvalinu hjá sér og mælir með Lucky Lou!
Lucky Lou vörurnar eru margverðlaunaðar og kemur það okkur ekki á óvart! Fóður og nammi sem hentar öllum kisum á öllum aldri. Ef þú vilt einungis það besta fyrir þitt dýr þá tökum við vel á móti þér í Móra í verslunum okkar á Nýbýlavegi, Kringlunni og í netverslun okkar. Hlökkum til að sjá þig! :)