
Þarf dýrið mitt að eiga bæli?
Móri býður upp á gott úrval af hundabælum auk þess að bjóða líka upp bæli og hella fyrir ketti. En þarf dýrið mitt að eiga bæli?
Margir eigendur leyfa dýrin sín upp í sófa og rúm til sín - eins dásamlegt og það er að kúra með dýrinu sínu þá er líka mikilvægt að það eigi sinn eigin griðarstað. Hundar og kettir líta á bælin sín eins og við mannfólkið lítum á svefnherbergið okkar, auk þess geta bælin stuðlað að betri andlegri og líkamlegri heilsu dýrsins þíns. Mikilvægt er að koma fram við bæli dýrsins af virðingu og forðast óþarfa áreiti þegar dýrið kýs að hvíla sig.
Val á bæli er persónulegt fyrir hvern og einn og viljum við því benda á að allir hundar og kettir eru velkomnir í verslun okkar á Nýbýlavegi 10 í mátun svo hægt sé að finna hvað hentar hverjum og einum! :) Smelltu á undirstrikuðu orðin til að skoða úrvalið!
Móri býður upp á hundabæli fyrir alla hunda!
Það er mikilvægt að velja bæli út frá þörfum hundsins. Eldri hundar þurfa oft meiri stuðning úr sínu hundabæli vegna gigtar og óþæginda í líkama á meðan hvolpar og ungir hundar sækja oft frekar í þynnri bæli sem auðvelda hundinum að kæla sig niður eftir mikinn hamagang.
Margir hundar kjósa að liggja með hærra undir höfuðið og koma þá Sleepy Deluxe, Boost Canvas, Lazy Canvas, Velluto og Barca hundabæli sterklega til greina.
Aðrir hundar kjósa frekar þynnra og léttara hundarúm og kemur þá Resc7ue dýnan vel til greina. Sú dýna hentar líka einstaklega vel fyrir búrvana hunda - en hún kemur í tveimur stærðum og auðvelt að færa úr búri yfir á gólf eftir hentisemi!
Tweed, Stella og Comodo rúmin eru einnig hentug fyrir dekurhunda sem kjósa flöt bæli.
Áklæðið af öllum bælum og rúmum frá Móra má þvo í þvottavél og sumum má skella heilum í þvottavélina!
Kattabæli veitir kisunni þinni ró og öryggi og veitir henni stað til þess að hvíla sig í næði.
Margir kettir sækja í mjúk og hlý yfirborð og eru Donut og Flip kattabælin fullkomin fyrir þær kisur!
Aðrir kettir leitast eftir meira einrúmi og eru þá Casateddy og Telly kattahellar tilvalnir!
Svo eru það kisurnar sem sækja í samveru með sinni fjölskyldu en vantar athvarf þegar mikið er um að vera á heimilinu eða einfaldlega bara stað til þess að fylgjast með heimilislífinu úr fjarlægð - þá er Spaceship Gamma kúlan hin fullkomna lausn!
Spaceship Gamma kúlan er fest upp á vegg og gerir þínum ketti kleift að hvíla sig í friði og ró á meðan hann fylgist með þér í gegnum akrýl glerkúpulinn framan á kúlunni. Ekki bara er þessi vara sniðug heldur er hún líka einstaklega stílhrein og falleg hönnun sem sómar sig vel inni á öllum heimilum!
Móra finnst gott bæli ómissandi inn á hvert heimili og hlökkum við því til að aðstoða þig við valið á hinu fullkomna bæli! :)