Grein: Loppukrem
Loppukrem
Móri á tvær gerðir af loppukremi - hvor týpan hentar þínu dýri?
Smelltu á titlana til að skoða vörurnar á síðunni okkar :)
Nú fer að kólna í veðri og líkt og hjá okkur mannfólkinu þarf að huga vel að húð og hári hjá voffunum okkar. Saltið í frostinu getur líka ert loppur og trýni og því langaði Móra að benda á snilldar vörur!
Paw and nose balm - Græðandi loppukrem
Græðandi loppukrem frá Dogslife ætti að vera til á öllum heimilum! Kremið er sveppaeyðandi, lífrænt, lyktar og ertingarlaust. Ef þitt dýr er mikið að sleikja loppurnar, nudda á sér trýnið eða sýnir merki um óþægindi þá er góð hugmynd að bera græðandi loppukrem á svæðin. Kremið er öruggt fyrir dýrin og má sleikja og melta og vinnur einstaklega vel á þurrkublettum og sprunginni húð - en fyrir alvarlegri tilfelli mælum við klárlega með næstu vöru!

Itch relief balm - Kláðastillandi loppukrem
Kláðastillandi loppukrem vinnur betur á dýpri þurrkublettum, ertingu í húð, sárum og er fullkomið í að sefa kláða og sviða. Kremið er unnið úr kamillujurt og lavender olíu og eins og græðandi kremið má sleikja og melta það :)

Móri mælir með loppukremi 1-2x á dag fyrir heilbrigðar loppur og mjúka nebba - sérstaklega á veturna!
Kíktu í heimsókn til okkar í Móra og fáðu leiðsögn um hvað hentar þínu dýri best! )