Rebel Petz

Rebel Petz stillanlegur tengitaumur - svartur

7.990 kr
Size:

Þegar heimili eru með fleiri en einn hund þá er oft snúið að ganga með báða á sama tíma. 

Með því að nota tvöfalda tauminn frá Rebel Petz auðveldar þú göngutúrinn til muna og sleppir því að vera með báðar hendur fullar. 

Taumurinn er úr hágæða efni. 
Taumurinn er tvíofið reipi gert úr Polypropylene og næloni. Innri hluti repisins er fléttaður úr Polypropylene sem gerir það að verkum að taumurinn flýtur í vatni. Ytra lag er ofið úr næloni sem gerir tauminn gríðarlega slitsterkan  og endingargóðan. 

Reipið er fléttað á sambærilegan hátt og fjallareipi, það fellur því vel í hendi og rennur ekki auðveldlega úr gripi. 

Taumurinn er því bæði slitsterkur og notandavænn. 

Flækist ekki saman
Það er veglegt handfang á milli taumanna tveggja sem gerir þér kleift að snúa þér í 360 gráður án þess að taumarnir flækist. Hundarnir geta hreyft sig til hliðar eða fram og til baka auðveldlega. 
Einnig er auðvelt að smella taumnum á ólina og lásinn snýst með hreyfingum hundsins. 

Stillanleg lengd
Með taumnum getur þú farið  út að ganga með tvo hunda en samt einstaklingsstýrt þeim. 
Á taumnum er nútímanlegur rennilás sem auðvelt er að stilla fjarlægð milli hundanna, hafa aðra hliðina lengri en hina eða læsa hundunum hlið við hlið þegar þörf er á. 

Taumurinn þarfnast lítils viðhalds og er auðvelt að þvo hann í höndum með mildri sápu. 

Nokkrir punktar:

 • Örugg og þægileg lausn til að ganga með tvo hunda á sama tíma 
 • Slitsterkt, ryðfrítt stál tengi með snúningsvirkni sem stuðlar að flækjulausri göngu
 • Handfangið er úr mjúku efni með stöðugu gripi
 • Þægilegur í hendi
 • Er úr hágæða efni: Polypropylene og slitsterku næloni
 • Fullkomið fyrir heimili með fleiri en einn hund 
 • Kemur í stærð Small: sem hentar minni hundum sem eru allt að 25kg á þyngd. Tegundir eins og Jack Russell Terrier, Franskur Bulldog, Maltese og Mini Schnauzer ofl.
 • Kemur einnig í stærð L: sem hentar stærri hundum sem eru þyngri en 25kg. Tegundir eins og Labrador, Golden Retriever, Fjárhunda, ofl. 

  Þér gæti líkað við þessar vörur

  Nýlega skoðað