MiaCara

Volata Airline hunda ferðataska - Asphalt

51.990 kr

 

Ferðist þægilega með Volata ferðatöskunni

Volata taskan er gerð úr hágæða efni og hönnun sem fer hverjum sem er vel. 

Auðvelt er að opna töskuna en hún er með rennilásum sem eru opnanlegir að ofan og á hliðum. Sem veitir besta vinunum tvo innganga. Lokin á inngöngunum eru úr mesh efni sem tryggir hámarks loftgæði og hundurinn sér einnig vel út. 

Ef hundurinn þarf frið frá ytra áreiti er auðvelt að smella upp flipa sem lokar hliðar opinu og þá er ekki hægt að horfa þar út. 

Fyrir aukið öryggi þá er stuttur taumur í töskunni sem hindrar að hundurinn sleppi út. Inni í töskunni er einnig mjúk bólstruð dýna sem hægt er að smella af auðveldlega fyrir þrif eða nota sem ferðadýnu. 

Auðvelt er að smeygja mjúku handfanginu yfir öxl, framhandlegg eða einfaldlega halda í. 

Volata hentar fyrir hverskonar ferðalög - í bíl, ferðast til og frá vinnu, í flug eða hverskonar styttri eða lengri ferðir. 

Stærðin er í samræmi við reglugerðir Evrópskra flugfélaga. 

Innihald


Ytra lag: 100% endurunnið pólýester.

Innra lag: 100% pólýesterUmhirða

Pokann má þvo með handþvotti.

Þegar pokinn hefur verið þrifinn skal láta hann þorna með því að leggja hann á þurrkugrind. Við mælum ekki með að nota sterk hreinsiefni, það hefur áhrif á endingu töskunnar.

Stærð

45 x 23 x 26 cm (L x B x H)

Taskan er sjálf 1,1kg og getur borið hunda upp að 10kg 

Þér gæti líkað við þessar vörur

Nýlega skoðað