Gufubursti sem hreinsar feldinn og losar þig við öll auka hár
Vörulýsing
Fallegur gufubursti sem losar hárin af gæludýrinu þínu á mildan og þægilegan hátt.
Ásamt því að losa hárin þá hreinsar gufan einnig uppsafnað ryk og óhreinindi sem safnast hafa upp.
Silicon burstinn nuddar húðina og hjálpa til við að losa hárin úr feldinum án þess að valda óþægindum eða ertingu.
Gufan er mild og veitir góðan raka sem gerir það að verkum að hárin festast auðveldlega í burstanum og fara ekki útum allt á meðan burstun stendur.
Efni
Plast
Umhirða
Hlaðið burstann í 30 mín fyrir fulla hleðslu.
Fyllið hólfi af vatni og ef áhugi er á að nota ilmolíu þá skal velja olíu sem er örugg dýrum
Smellið á hnappinn og kveikið á burstanum
Hleypið gufunni af stað og berið upp að feldinum
Burstið í gegnum feldinn í allt að 30 mínútur.
Þegar burstinn er notaður í fyrsta skiptið, leyfðu kettinum að þefa af honum og leika sér örlítið svo lyktin þeirra berist á burstann og þá verður kötturinn viljugur að láta bursta sig. Áður en þú veist af verður þetta ein af gæðastundunum ykkar.
Notið burstann þegar kötturinn er afslappaður
Gufubursti fyrir hunda og kettiTilboðsverð5.990 kr
Við leiðbeinum þér við að velja það sem hentar þér
AÐEINS ÞAÐ BESTA
Allt það besta fyrir hunda og ketti
Um okkur
Gæludýraverslunin þín
Móri er gæludýraverslun fyrir alla hunda og ketti - og eigendur þeirra! Skoðaðu úrvalið í netverslun Móra eða komdu í heimsókn í verslun okkar á Nýbýlavegi 10.