Skip to content

Cart

Your cart is empty

Article: Hvernig kem ég í veg fyrir klóruð húsgögn?

Hvernig kem ég í veg fyrir klóruð húsgögn?

Hvernig kem ég í veg fyrir klóruð húsgögn?

Er kötturinn þinn búinn að klóra í áklæðið á nýja sófanum þínum? Eða kannski skemma borðfótinn á eldhúsborðinu?

 

Það er í eðli katta að klóra. Þeir klóra sér til skemmtunar, til að merkja, til að brýna og viðhalda nöglunum og einfaldlega er klór streitulosandi. Ef þinn köttur leitar í að klóra húsgögn gæti hann vantað útrás sem hann fær ekki annarsstaðar - og þar koma hinar fjölmörgu kattaklórur hjá Móra inn í söguna!

 

Móri býður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval af kattaklórum sem henta öllum kisum og heimilum. Smelltu á undirstrikuðu orðin í greininni til þess að skoða vöruna á síðunni okkar :)

 

Klórustaurar - Klórustaurar henta einstaklega vel þeim kisum sem eru hvað mest að sækja í gardínur, dýnur og fætur á húsgögnum. Klórustaurar veita kisunni þinni tækifæri á að teygja sig á meðan hún klórar og veitir mikla heilaörvun. Totem klórustaurarnir okkar eru einstaklega stílhreinir og endingagóðir. Oasis klórustaurarnir eru virkilega skemmtilega hannaðir með kisubekk á toppnum sem þjónar sem kisubæli eftir útrásina :)

 

Veggfestar kattaklórur - einstaklega hentugar fyrir þær kisur sem sækja í staði heimilissins sem bjóða ekki upp á frístandandi eða stórar kattaklórur. Pannello og Seaweed klórurnar eru þunnar en endingagóðar og hægt að festa á vegg hvar sem er á heimilinu.

 

Klórubekkir og klórubretti - Móri býður upp á margar týpur af klórubekkjum og brettum. Þessar vörur þjóna ekki einungis þeim tilgangi að klóra, heldur eru þær oft frábær felustaður, svefnstaður og leikstaður. Stílhrein og útpæld hönnun gerir klórubretti og klórubekki ekki bara hentuga heldur líka fallegt skraut inn á heimilið :) Triangle, Table og Lui klórurnar eru dæmi um dásamlega og létta klórubekki. Wally og Moustache eru svo einstaklega skemmtileg og létt klórubretti sem auðvelt er að ganga svo frá inn í skáp eftir notkun! :)

 

Skoðaðu úrvalið af klórum inni á vefsíðunni okkar eða mættu til okkar í spjall í verslun okkar bæði í Kringlunni og á Nýbýlavegi :)