HOOPO

AGUA SMART vatnsbrunnur

18.990 kr

 

Agua vatnsbrunnurinn hvetur köttinn þinn til að drekka meira af hreinu vatni og stuðlar þar af leiðandi að betri drykkjuvenjum. 

Vatnsbrunnurinn gengur fyrir batteríi og því ertu laus við allar snúrur í kringum brunninn.

Brunnurinn fer sjálfkrafa af stað þegar kötturinn nálgast, og ef liðnar eru 30 mínútur síðan hann fór af stað síðast. Þessi virkni hefur hvetjandi áhrif á köttinn til að drekka oftar yfir daginn. 

Agua vatnsbrunnurinn er mjög hljóðlátur og mun ekki trufla heimilislífið né blundinn hjá kettinum þínum. Á 24 tíma fresti kviknar sjálfkrafa  á Germicidal UVC lampa sem hreinsar bakteríur á áhrifaríkan hátt, og þannig helst vatnið alltaf hreint og ferskt. 

Langur lífstími rafhlöðunnar og sjálfvirkni Agua vatnsbrunnarins gera það að verkum að þú þarft lítið að hugsa um vatnsbrunninn.

Falleg hönnun sem passar vel inn á heimilið þitt. 

 

Lykilatriði

✔️ Vatnið rennur sjálfkrafa sem hvetur köttinn til að drekka oftar

✔️ Rafhlaða sem endist +/- 30-40 daga

✔️ Germicidal UVC lampinn hreinsar vatnsbrunninn fyrir bakteríum á 24 tíma fresti

✔️ Inniheldur síu sem heldur hárum frá vatninu

✔️ Rúmar 2 lítra af vatni 

✔️  Mjög hljóðlátur

✔️ Þráðlaus með öllu - kötturinn mun því ekki naga né leika við rafmagnssnúrur

✔️ Það eru stamir púðar undir vatnsbrunninum sem halda honum stöðugum

Hentar þetta öllum köttum?

Já! öllum köttum 

Tæknileg atriði

  • Mál vöru: 25 x 11,5 x 20,7 cm / Vatnsmagn 2L
  • Samsetning: Auðvelt að setja saman - snúa og smella
  • Efni: Endingargott plast - "Food-grade"
  • Þrif: Auðvelt að þrífa með sápuvatni og þurrka af með venjulegri tusku
  • Virkni: UCV Germicidal lampinn heldur vatninu hreinu frá bakteríum

 

Þér gæti líkað við þessar vörur

Nýlega skoðað