Spaceship vörulínan frá japanska fyrirtækinu MYZOO er ein skemmtilegasta línan sem við höfum fengið fyrir ketti á Íslandi. Hönnunin er frábær bæði fyrir kettina og eigendur þeirra, og líkt og aðrar MYZOO vörur sóma þær sé vel inni á hvaða heimili sem er.
Stærð og þol
Þvermál | 40 cm |
Dýpt | 47,5 cm |
Þvermál ops | 22 cm |
Þyngdarþol | 15 kg |
Heildarþyngd Gamma | 4,2 kg |
Hver er munurinn á vinstri og hægri opnun?
Spaceship Gamma kúlurnar má festa hvernig sem er á vegg, og því hægt að snúa hverri og einni eins og manni lystir. Það eru tvö atriði sem eru mismunandi milli vinstri og hægri, og það er 1) að loftgötin beint á móti opinu eru ekki alveg miðjuð, heldur rétt fyrir ofan miðju (eða neðan ef kúlunni er snúið við) og 2) að samskeytin á viðnum snúa niður á kúlunni með vinstra opi, sé opinu snúið til vinstri. Sama á við um ef hægra opi er snúið til hægri.
Sé Spaceship Gamma kúlan höfð hátt á vegg er því allt eins gott að snúa kúlu með vinstra opi öfugt, en þá snúa samskeytin upp og sjást ekki.
Samsetning
Þessi Spaceship Gamma er spónlagður úr hnotu, og er glerkúpullinn úr akrýlplasti. Auðvelt er að setja vöruna saman.
→ Samsetning á Spaceship Gamma
Aukahlutir
Komi til þess að skipta þurfi um akrýl-glerkúpulinn vegna einhverra ástæðna, bjóðum við að sjálfsögðu upp á þá staka:
→ Auka akrýl glerkúpull fyrir Spaceship Alpha og Gamma
Choose options